Fótboltahöll á Leiknissvæðið

Fótboltahöll á Leiknissvæðið

Það sárvantar knatthöll í Breiðholtið. Leiknisvöllur er eitt fallegasta svæði hverfisins og þar er rekinn gríðarlega metnaðarfullt knattspyrnustarf. Það er öllum ljóst að aðstaða til knattspyrnuiðkunnar þarf að batna í Reykjavík og uppbygging á lítilli knatthöll væri stórt framfaraskref fyrir Breiðholtið. Nú er komið að breiðholtinu að vera fyrst. Yfirbyggð smáhöll er lykilatriði í uppbyggingu á Leiknisvelli og í Breiðholtinu.

Points

Íþróttaþátttaka barna í Efra-breiðholti er því ver og miður sú minnsta í allri reykjavík. Þess vegna er lykilatriði að borgin beiti sér fyir því að aðstaðan í hverfinu sé sem best svo aðdráttarafl íþróttanna nái til barnanna í hverfinu. Með því að bjóða börnum uppá frábæra inni-aðstöðu til iðkunnar á sportinu sínu er líklegra að hið frábæra forvarnarstarf sem íþróttirnar eru skili sér á öll heimili. Höllinn myndi svo að auki nýtast öllu Breiðholtinu.

Með því að fá höll í hverfið verðum mun meiri áhuga fyrir krakka og unglinga að vilja fara út í fótbolta. Mikill kuldi og vindur sem myndast í Breiðholti hefur það að verkum að börn og unglingar vilja ekki fara út í þetta vonda veður og hanga því heima hjá sér í staðinn. Ofan á það, þá verða aðstæður betri sem leiðir að því að knattspyrnumenn verða betri sem er bara gott fyrir íslenska knattspyrnu.

Engin spurning um að yfirbyggður knattspyrnuvöllur mundi umbylta allri knattspyrnuiðkun í Breiðholti. það má líka taka inní þetta að það er töluvert dýrara að halda hita á þessum gervigrasvellin en t.d vellinum í Laugardal vegna hæðarmismunar. það gæti sparað til lengri tima og allir vinna :)

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information