Hljómandi Hljómskálagarður!
Skemmtilegt horn í Hljómskálagarðinn þar sem tónar, hreyfing, samvinna og útivist eru sameinuð. Dæmi: 1. Stór sílófónn sem hægt er að hoppa á milli plata og mynda mismunandi hljóð. 2. Stór "flauta" sem hægt væri að kalla í gegnum en aðrir loka fyrir götin. 3. Stór spiladós sem þarf að hjóla til að spila á eða spiladós þar sem 2-4 snúa sér í hring saman með höndum eða fótunum. 4. Misstór rör sem má berja á jafnvel með steinum. Bjöllur og sennilega svo margt margt fleira.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation