Hjólabrettaaðstaða við Laugalækjarskóla

Hjólabrettaaðstaða við Laugalækjarskóla

Lagt er til að hjólabrettaaðstaðan við Laugalækjarskóla verði endur-opnuð, en að umsjónarmaður loki aðstöðunni á kvöldin. Þannig ættu allir að geta verið sáttir í hverfinu, krakkarnir sem notað hafa aðstöðuna, og hinir fullorðnu sem finnst þessi iðkun "ónæði". Hávaðinn sem berst frá þessarri aðstöðu er mun minni heldur en frá Laugardalsvelli, Laugarneskirkju og Kirkjusandi (Ökukennsla). Hvetjum krakkana til að vera úti að leika, hjálpum þeim með aðstöðu, en setjum reglur og lása þar sem þarf.

Points

Hjólabrettavöllurinn hefur verið ótrúlega vinsæll hjá krökkum á öllum aldri og vel sóttur. Ég bý í næsta nágrenni við þetta frábæra samfélag. Skilst að nágranni hafi kvartað sumarið 2011 og þá hafi málið farið í ferli. Nágranninn löngu fluttur en málið hélt áfram í kerfinu. Í sept. 2013 mættu verktakar og skemmdu völlinn með því að teppaleggja hann, þannig að ekki er lengur hægt að vera á brettum. Nú er þögnin ein ríkjandi. Ég vill láta taka breytinguna til baka og opna völlinn að nýju.

Þarna er búið að fjárfesta í langþráðri hjólabrettaaðstöðu. Krakkarnir í hverfinu (og vinir úr öðrum hverfum) hafa komið þarna saman til að vera úti og leika sér, sem er eitthvað sem við viljum líklega flest að þau geri sem mest af. Í stað þess að loka aðstöðunni vegna ónæðis sem einhver varð fyrir við hjólabrettaiðkun á sumarkvöldi, legg ég til að aðstöðunni verði lokað kl 22:00 á kvöldin. Það er hægt að gera með því að leggja keðju þvert yfir rennslis-svæðið í aðstöðunni, og setja í lás. Takk!

Njótum þess að heyra í börnum og unglingum útivið þar sem við heyrum þau og sjáum. Leyfum þeim að takast á við áhugaverða hluti og leika sér úti. Opnum þenna völl og nýtum, það mun auka gleði og vellíðan ungs fólks á öllum aldri :)

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information