Lagfæring á sleðabrekku í Seláshverfi

Lagfæring á sleðabrekku í Seláshverfi

Það er skemmtileg lítil brekka í Seláshverfi þar sem börn koma saman og renna sér á sleðum þegar veður leyfir. Brekkan afmarkast af Reykás 45, Skógarás 11 og Viðarás 19. Börn hafa án efa rennt sér þarna alla vetur síðan hverfið byggðist. Þó er brekkan þannig gerð að það er mikið af stóru grjóti í henni og svo er hætt við að þau renni á ljósastaura við gangstíg neðst í brekkunni. Tillagan er sú að brekkan verði lagfærð, þannig að börnum stafi ekki hætta af því að renna sér þarna.

Points

Brekkan er þarna og börnin munu halda áfram að sækja í hana. Það er bara tímaspursmál hvernær einhver slasar sig alvarlega (ef það hefur ekki þegar gerst).

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information