Úrbætur á leikskólalóð Heiðarborgar í Selásnum

Úrbætur á leikskólalóð Heiðarborgar í Selásnum

Legg til almennilegar endurbætur og úrbætur á lóð leikskólans Heiðarborgar í Selásnum. Leikskólalóðin er úr sér gengin, grindverkið orðið lélegt, mikil uppsöfnun polla og grasið illa farið, og sum tækin fullnægja ekki öryggissstöðlum dagsins í dag. Einnig þyrfti að endurbæta skipulag lóðarinar og lagfæra ákveðin svæði, s.s. kletta, sem beinlýnis geta verið hættulegir ungum börnum.

Points

Eins og staðan er í dag er aðstaðan á lóðinni varhugaverð fyrir börn á leikskólanum sem og börn í hverfinu sem þangað sækja utan skólatíma.

Ég á tvo syni á Heiðarborg. Lóðin er óhentug, úr sér gengin og bókstaflega hættuleg. Þar eru risa hnullungar sem er freistandi fyrir krakka að klifra á sem verða flughálir á veturnar. Það eru stór tré og miklir runnar á lóðinni sem hægt er að klifra og fela sig í. Eins eru þyrnirunnar þar. Sonur minn var ekki orðinn 3ja ára þegar hann komst yfir girðinguna og út af leikskólanum. Rétt hjá er stór umferðargata. Í rigningu myndast stórir pollar og lóðin verður eitt forarsvað. Þetta verður að laga!!

Sonur minn var 19 mán þegar hann byrjaði á Heiðarborg og var ég satt best að segja hálf smeik við útiaðstöðuna. Leiktæki löngu úr sér gengin og ekki í samræmi við nútíma kröfur. Algjörlega brýnt að laga aðstöðuna.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information