Breikka beygjui að vestari enda hitaveitustokks yfir Elliðaár

Breikka beygjui að vestari enda hitaveitustokks yfir Elliðaár

Nú er mjög skörp beygja að vestari enda hitaveitustokksins. Erfitt er að mætast þarna. Það þyrfti að gera aðkomuna "mýkri". Stokkurinn er breiður og fínt að mætast á honum en svo er ómalbikuð brík og nokkur halli niður. Það mætti breikka göngustíginn um metra í beygjunni svo auðveldara verði að mætast þarna

Points

Oft eru heilu hjólafokkarnir að koma eftir stokkinum og mæta þá fólki með hunda, barnavögnum eða þá öðrum hjólaflokknum. Það myndast þarna ákveðin stífla eða flöskuháls því stokkurinn er breiður; tvöfaldur með grind á milli en stígurinn er ca 1m mjórri og einnig er farið niður á stíginn í smá halla. Það þyrfti ekki hægja eins mikið á sér ef beygjan yrði gerð breiðari.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information