Hraðahindrun í Hraunberg

Hraðahindrun í Hraunberg

Setja hraðahindrun í Hraunbergi til móts við Heilsugæsluna þar sem göngustígurinn liggur úr Hólahverfi. Einnig við Leikskólann Hraunborg þar sem göngustígurinn er.

Points

Skipulagið í hverfinu, sem og annarsstaðar í borginni, gengur í flestum tilvikum út á það að greiða götu ökumanna bíla á kostnað mýkri umferðar. Þessi staður, gegnt heilsugæslunni er dæmi um það, þar sem hindrun er sett á göngustíg, en hröð bílaumferð látin óátalin. Það þarf að snúa þessu við. Setja hindrun fyrir bílaumferð svo gangandi komist leiðar sinnar óhult.

Hægja þarf á hraða bíla og mótorhjóla í Hraunbergi. Iðulega eru ökumenn að gefa vel í frá sjoppunni Hraunberg og inn að leikskólanum Hraunborg. Tvískipting vegarins í beygjunni við heilsugæsluna virðist vera vinsæl til að æfa hraðakstur í beygjum. Mikil umferð gangandi vegfarenda er á þeim stað, af fólki sem er á leið í Gerðuberg, á heilsugæslustöðina í Miðberg og aðra þjónustu á svæðinu. Eins er oft mikill hraði á umferð við leikskólann Hraunborg þar sem gatan beygir.

Ég er alveg sammála. Ég skil ekki afhverju það er ekki löngu búið að koma því í verk miða við hversu stórt þetta hverfi er. Það myndi einfalda mér hlutina mikið, þar sem ég er ekki á bíl.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information