Gangbraut og hraðahindrun yfir Efstaleiti, á horni Ofanleitis

Gangbraut og hraðahindrun yfir Efstaleiti, á horni Ofanleitis

Það ætti að vera löngu búið að setja gangbraut og hraðahindrun á horni Efstaleitis og Ofanleitis. Gífurleg bílaumferð er um Efstaleitið en einmitt á þessum stað fer mikið af gangandi vegfarendum, aðallega ungt námsfólk sem er á leið í Menntaskólann við Hamrahlíð eða Verzlunarskóla Íslands. Einnig er um það að gamalt fólk sem býr í hverfinu eigi í erfiðleikum með að komast yfir götuna, vegna mikils umferðarþunga, á leið sinni á Heilsugæslustöðina, sem er hinum megin við götuna.

Points

Við viljum tryggja öllum umferðaröryggi, sérstaklega gangandi vegfarendum. Lítið sem ekkert hefur verið gert á Efstaleitinu til að hlúa að öllu því unga fólki sem sækir menntun sína í hverfið og í Hlíðahverfið né heldur að gamla fólkinu sem á oft erfitt með að komast á milli staða.

Ég trúi ekki öðru en að þetta verði framkvæmt, þetta er mjög mikilvægt.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information