Leiksvæði til lagfæringar - Bakkaborg

Leiksvæði til lagfæringar - Bakkaborg

Endurnýja lóð, tæki og lýsingu á lóð Bakkaborgar, lóð og tæki er orðin illa farinn enda hefur lítið sem ekkert verið gert í rúm 20 ár á lóðinni, nema "bæta" leiktæki með bráðabirgðalausnum til að þau falli að reglugerðum. Auðvelt er fyrir litla lófa að fá flísar og slasa sig á mörgum tækjanna. Lóðin er sjálf orðin illa farinn, brekkur sem börnin leika sér í verða að drullusvaði í rigningu. Lýsing á lóðinni er slæm sérlega stærri garðinum, þar eru engir kastar eða ljósastaurar til að lýsa upp lóð

Points

Það þarf að endurskipuleggja þessa lóð frá A-Ö, Löngu orðin barn síns tíma og ekki boðleg börnunum. Niðurföll stíflast alltaf því þau eru öll við malarsvæði. Leiktæki úr sér gengin og "grassvæði" svo ílla farið að þetta verður eitt moldarflag í smá úrkomu. Einnig er ég sammála með aðgengi og lýsingu sem er stórlega ábótavant. Einnig mætti nýta lóð fyrir aftan Bakka betur sem gróður svæði en þar ber lóðin en þess merki að þar hafi verið frístundarheimili en ekki hluti af leikskólanum.

Auk þess að lóð og leiktæki eru að niðurlotum komin má benda á að lýsingu vantar í garðinn þannig að í skammdeginu er varla hægt að fara út með börnin nema eftir hádegi þegar yngstu börnin sofa.

Með því að taka lóðin í gegn sem löngu er kominn tími á mun það skapa betri vinnuaðstöðu fyrir börnin. Börnin okkar eiga ekki að þurfa að sætta sig við að starfa í aðbúnaði sem orðin þetta gamall og úrsérgenginn. Ekki má gleyma að góður aðbúnaður eykur vellíðan á vinnustað bæði fyrir börnin og starfsmenn, með aukinni starfsánægju fáum við enn ánægðari börn og foreldra. Börn sætta sig við margt við erum málsvari þeirra og því okkar verkahring að bæta vinnuaðstöðu þeirra.

Tek undir allt framangreint, og svo mætti líka bæta aðgengi hjóla og kerra að leikskólanum, það er bara aflíðandi gangstétt á einum stað og er það við umferðargötuna, ef maður kemur að leikskólanum ofanverðum er ekki gert ráð fyrir að komið sé með kerru eða á hjóli. Þetta ætti ekki að vera flókið í framkvæmd.

Allveg er ég sammála ykkur, það er margfalt dýrara að trassa nauðsynlegt viðhald heldur en að halda húsnæði og lóð í góðu standi.. Hér þarf að skoða meira en bara lóð, því húsnæðið er orðið mjög dapurt og flestir innanstokks munir og húsgögn. Þetta er stæðsti leikskólin hér í hverfinu sem er ansi stórt og telur marga íbúa, hér er heilsa og velferð barna okkar í húfi, jafnt og starfsfólks leikskólans - en það vinnur frábæra vinnu við vægastsagt lélegar aðstæður!

Þetta er eh sem við foreldrar höfum verið að "röfla" um í mjög langan tíma! Og það er nauðsynlegt að gera eh í þessum málum strax. Með góðum lausnum ekki "bæta" leiktæki með bráðabirgðalausnum til að þau falli að reglugerðum endalaust, það er búið að gera það of mikið síðustu ár. Það er til skammar að ekkert hafi verið gert í rúm 20 ár! Enda sér það hver maður og kona að leiktæki og lóðin erum mjög illa farin.

Sammála Sjöfn, það þarf að fara að taka til hendinni á þessari leikskólalóð og lagfæra hana almennilega en ekki vera sífellt að plástra. Það er öryggisatriði að hafa lýsingu á leikskólalóðinni, sérstaklega í myrkrinu og hálkunni sem er þessa daganna. Borgin má nú alveg fara að setja Breiðholtið ofar á forgangslistann hjá sér eins og var lofað hér um árið. Það er ekki nóg að halda ræðu á húsþaki í Asparfelli. Það þurfa að vera einhverjar raunverulegar aðgerðir. Lóð Breiðholtsskóla hefur einnig setið á hakanum eins og Bakkaborg og nú viljum við íbúar og foreldrar leikskólabarna og skólabarna í Breiðholti sjá einhverjar raunverulegar aðgerðir, ekki sífelldar afsakanir. Það er algjörlega tilgangslaust að byggja nýja og flotta leikskóla í nýjum hverfum þegar gömlum leikskólum og skólum er ekki viðhaldið sem skyldi. Auk þess er það stórhættulegt að sinna ekki reglubundnu viðhaldi.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information