Lagfæra garð við Þingholtsstræti 25-27 og nýta sem útivistarsvæði og leiksvæði.

Lagfæra garð við Þingholtsstræti 25-27 og nýta sem útivistarsvæði og leiksvæði.

Á milli lóðanna Þingholtsstræti 25 og 27 er stór garður í eigu borgarinnar. Garðurinn er í algjörri niðurníðslu og til skammar fyrir borgina. Lagt er til að garðurinn verði tekinn í gegn, gerður að útivistarsvæði með bekkjum og borðum og jafnvel útbúið leiksvæði fyrir börn, t.d. með rólum og vegasalti. Þannig myndi hann nýtast vel og verða til prýði.

Points

Garðurinn er við Þingholtsstræti sem er gróin og falleg íbúðargata. Hann er í eigu borgarinnar en hefur ekki verið sinnt og er því í algjörri niðurníðslu, ónýt tré og illgresi, brotnir kantar og aðgengi erfitt. Garðurinn snýr á móti vestri svo í honum er sól seinnipartinn. Þarna væri tilvalið að útbúa fallegan garð eða útivistarsvæði sem yrði íbúum hverfisins og fótgangandi vegfarendum til ánægju og yndisauka og borginni til prýði. Þarna mætti hafa leiktæki fyrir börn og bekki og borð.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information