Hvassaleiti - Lýsum upp fjölfarinn dimman göngustíg og bætum öryggi vegfarenda .

Hvassaleiti - Lýsum upp fjölfarinn dimman göngustíg og bætum öryggi vegfarenda .

Síðastliðið sumar var lagfærður göngustígur sem liggur frá Grensáskirkju/Austurveri og niður að Hvassaleiti, meðfram Hvassaleiti 1-9, en lýsingu vantar sárlega á þessum stað. Um stíginn er mikil umferð gangandi vegfaranda, mikið af barnafólki með vagna og kerrur, börn og eldri borgarar fara þarna um. Að vetrinum er mjög dimmt á stígnum og fólk sér ekki hvar það stígur niður og því nauðsynlegt að setja lýsingu við stíginn.

Points

Öryggi gangandi vegfarenda á ferð um íbúahverfi verður að vera tryggt jafnt að degi sem nóttu. Á stígnum sem hér um ræðir getur verið mikið myrkur yfir vetrartímann, svo mikið að vegfarendur sjá ekki handa sinna skil. Það er því mjög mikilvægt að lýsa stíginn upp hið fyrsta og auka þar með öryggi þeirra fjölmörgu vegfarenda sem þarna eiga leið um.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information