Hlaðbær sem vistgata

Hlaðbær sem vistgata

Í botni Hlaðbæjar er leikskólinn Árborg. Til þess að stuðla að öryggi íbúa og nemenda leikskólans er tilvalið að breyta götunni Hlaðbæ í vistgötu. Hægt er að þrengja götuna og setja upp hraðahindranir. Hlaðbær sem vistgata eykur öryggi nemenda og íbúa og hindrar ofsaakstur í götunni.

Points

Hlaðbær er botnlagagata þar sem íbúar í grennd sækja sér þjónustu í leikskólann Árborg. Með því að breyta Hlaðbæ í vistgötu eykst öryggi fótgangandi til muna. Hraðaakstur á sér oft stað í götunni íbúum til ama. Með vistgötu er hægt að koma til móts við íbúa þar sem vistgata hvetur til öruggari aksturs. Mikilvægt er að stuðla að öruggu umhverfi til þess að stuðla að hærra hlutfalli þeirra sem nýta sér að ganga eða hjóla með nemendur í leiksólann.

Gatan er botnlangagata með leikskóla neðst í götunni, því er mikil umferð barna og foreldra á ákveðnum tímum. Sumir aka of hratt. Þessu þyrfti að mæta með þrengingum eða kryppum til að draga úr hraða. Loks mætti laga viftu utan á leikskólanum sem er eitthvað biluð, en hljómar eins og hávær ryksuga alla daga öllum til ama.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information