Bensínstöðvum við Kringlu breytt í yfirbyggðar strætóstöðvar
Við Kringluna á Miklubraut eru tvær bensínstöðvar sitt hvoru megin. Þær eru orðnar í dag sjálfsafgreiðslustöðvar og synd að sjá þær þjóna fáum bílum þegar hægt er að breyta þeim í yfirbyggðar strætóstöðvar með tengingu við Kringluna, t.d. með Yfirbyggðri göngubrú. Þetta myndi stórauka þægindi strætófarþega, setja strætó í forgang go auka allt viðmót við þá sem nota strætó sem samgöngutæki. Það er dýrt að nota svona flottar lóðir undir sjáfsafgreiðslubensínstöðvar.
það eru undirgöng rétt við hliðina á þessum stöðvum og því er göngubrú frekar óþörf, reyndar þarf að fara yfir veg þar , hægt að ganga yfir gangamunnam með miklubraut noraðnmegin, held ekki sunnan , man ekki, mætti hengja göngubrú þar á.
Það er ekki skynsamlegt að fjárfesta í yfirbyggðum strætóstöðvum heldur nota frekar fjármagn sem færi í þannig framkvæmda að auka tíðni vagna. Þá þarf að bíða styttri tíma á stoppistöðvum. Almenningssamgöngur eiga að vera ódýrar og þá þarf rekstrarkostnaður að vera lágur og þá er ekki skynsamlegt að eyða í flottheit. Viðskiptavinirnir eru ekki tilbúnir að borga fyrir flottheitin heldur vilja tíðni á hagstæðu verði.
Þetta er einföld hugmynd sem mundi breyta algjörlega aðgengi fólks sem vill frekar (eða neyðist til að) nota strætó,að Kringlunni. Hvers vegna hefur engum dottið þetta í hug fyrr, þetta er svo augljóst? Og Egill Jóhannson, talandi um flottheit: Hvað með öll bílastæðahúsin sem nánast ekkert kostar að nota eða þá öll ókeypis bílastæðin út um alla borg sem skattgreiðendur borga fyrir hvort sem þeir nota bíl eða ekki.
Fjölgun ferða eykur þægindi farþega meira en stækkun á strætóskýli eða -stöð. Hér þarf að velja og hafna.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation