Góð lýsing á öllum göngustígum.

Góð lýsing á öllum göngustígum.

Göngustígakerfi Grafarvogs er gott en það vantar lýsingu á suma hluta þess auk þess sem það tekur of langan tíma að setja nýjar perur þegar þörf er á. Úr þessu þarf að bæta.

Points

Það er ósanngjart gagnvart notendum að sumir stígar séu vel upplýstir á sama tíma og aðrir eru ekki upplýstir. Einnig er það sjálfsögð krafa að skipt sé um perur í ljósastaurum við göngustíga eins fljótt og kostur er ef þær springa. Það getur verið varasamt að fara um dimma óupplýsta göngustíga með sama hætti og það getur verið varasamt að fara um dimm óupplýst umferðargöng fyrir gangandi vegfarendur. Sá möguleiki að fólk fyllist ótta við að fara um dimma göngustíga á ekki að vera fyrir hendi.

Þetta er sama og ég skrifaði við hugmynd um göngustíg nyrst í Grafarvogi: Í ystu hverfum Reykjavíkur er gott að geta gengið um án ljósmengunar til að njóta Norðurljósanna. Það eru allt of fáir staðir innan Reykjavíkur þar sem hægt er að ganga um án ljósmengunar. Þeir sem vilja ganga um seint á kvöldin á svæðinu um vetur ættu að hafa með sér höfuðljós. Þau eru ódýr, allt frá 500 krónum og duga vel og lengi. Ódýrara væri að kaupa höfuðljós handa öllum íbúum á svæðinu heldur en að lýsa upp göngustí

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information