Klifurveggir í sundlaugar

Klifurveggir í sundlaugar

Klifurveggir í sundlaugar

Points

Ég rakst á þessa snilld á veraldarvefnum: klifurveggir á bökkum sundlauga. Þetta virðist vera hrikalega skemmtilegt og myndi auka áhuga ungs fólks á sundiðkun (og klifri) til muna. Ég trúi því ekki að þetta sé mjög kostnaðarsamt, og allavegana vel þess virði. Einmitt svona einfaldar hugmyndir sem myndu setja svip á laugar borgarinnar :)

Hvar væri heppilegt að setja upp svona vegg? Ég get ímyndað mér að það þurfi að laugin undir þurfi að vera sæmilega djúp. Auðvitað væri ekki heppilegt að hafa svona yfir brautum þar sem fólk syndir fram og til baka. Þetta virðist vara illa saman.

Það er að segja, ég man ekki eftir nokkurri "busllaug" sem er nægilega djúp. En kannski er dýptin ekki svo mikilvæg nema veggurinn sé þeim mun hærri.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information