Hólmar í Rauðavatni

Hólmar í Rauðavatni

Gera 2-3 hólma í Rauðavatni fyrir varpfugla. Gaman væri ef hægt væri að efla fuglalíf á vatninu og gera það sýnilegra. Þyrfti sennilega að gera á ís að vetri til. Einu sinni voru að mig minnir hólmar í vatninu NA megin sem gaman væri að endurvekja í einhverri mynd.

Points

Svanir og margir fleiri fuglategundir eru mjög sýnilegar á vatninu á haustin og vorin en hef ekki séð fugla með unga á vatninu á sumrin. Yrði e.t.v. til að gera fleiri meðvitaðri um náttúruna og um hversu mikil paradís Rauðavatn er eða getur verið.

Vissulega væri gaman að efla fuglalíf við vatnið en því miður gæti það verið erfitt eða ómögulegt vegna mikillar umferðar lausra hunda, hesta og manna við vatnið. Vatnsborðið sveiflast líka gríðarlega í vatninu á stuttum tíma og eiginlega merkilegt hversu mikið fuglalíf er á vatninu miðað við þær aðstæður.

Lausaganga hunda er líklega stærsta vandamálið á svona svæði. Það er til dæmis mjög greinilegt í Norðlingaholtinu við Bugðu þar sem varpfuglarnir hafa hörfað yfir ána vegna mikillar umferðar í móanum utan göngustíga.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information