Ruslatunnur á ljósastaura

Ruslatunnur á ljósastaura

Fleiri ruslatunnur á ljósastaura vantar í Breiðholti ! Ég er hundaeigandi og þríf upp eftir minn hund, en það er alveg rosalega hvimleitt að þurfa að halda á skítapokum langa leið jafnvel afþví að það eru ekki rusaltunnur. Mér er ekki vel við að skella þessu í tunnu hjá hverjum sem er og tel ég líka að fleiri rusaltunnur hjálpi okkur við að eiga hreinna umhverfi.

Points

Ef að fleiri ruslatunnur eru sjáanlegar, eru meiri líkur á því að börn sem fullorðnir hendi til dæmis dósum, bréfum, sígarettustubbum og tyggjói í tunnurnar. Hundafólk getur losað sig við úrgang frá hundum sínum ásamt því að hverfið okkar verður mun snyrtilegra í alla staði.

7.11.2013: Fyrirsögn lagfærð

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information