Suðurhlíðakrakkar örugg yfir á Hlíðarenda

Suðurhlíðakrakkar örugg yfir á Hlíðarenda

Það vantar örugga og skilgreinda göngu- og hjólaleið fyrir krakkana í Suðurhlíðunum á íþóttasvæðið hjá Val. Best væri að útbúa göngu- og hjólastíg frá veginum að Perlunni niður að Flugvallarvegi við gatnamót Bústaðavegar. Hann þarf að vera upplýstur og kannski nærri Bústaðaveginum fyrir meira öryggi. Mörg barnanna hafa verið vöruð við að fara í gegnum Öskjuhlíðina vegna umgangs fólks sem foreldrar treysta ekki.

Points

Leiðin yfir Öskjuhlíðina er í gegnum dimma og óskilgreinda stíga. Niðurstaðan er sú að suðurhlíðakrakkarnir fara mörg mun lengri leið meðfram Bústaðaveginum, hinum megin við hann því þeim megin eru gangstéttir. Þau fara tvisvar í gegnum undirgöng á sömu götu, til að fara útúr hverfinu og svo að Val. Einnig þarf að fara yfir Litluhlíð sem er mikil umferðargata. Upplagt að huga að þessu í tengslum við nýlega samkeppni um betri Öskjuhlíð.

Börn og fullorðnir sem búa í hlíðunum eru umkringdir stórum umferðargötum og því mikilvægt að huga að samgöngum þessa fólks útúr hverfinu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information