Svæði í miðbæ fyrir jaðarsport

Svæði í miðbæ fyrir jaðarsport

Það stórvantar og hefur alltaf vantað gott svæði sem er ekki fyrir þar sem börn og fullorðnir geta stundað sitt sport. Malavöllurinn á Klambratúni hefur ekki verið notaður í neitt í meira en 10 ár. Ég labba þarna fram hjá á hverjum degi og það er aldrei neinn að nota þennan völl. Notum þennan völl og gerum fun-park með Parkour klifursvæði, Pump-track fyrir hjólabretti, bmx, línuskauta, hlaupahjól. Palla og fleira fyrir hjólabretti. Þetta er ekki fyrir neinum og truflar ekkert á túninu heldur.

Points

Endilega-fínn staður til að hafa þetta á.

Mjög sammála!

Frábær og spennandi hugmynd. Þarf alveg eitthvað nýtt og spennandi

Jaðarhópurinn er orðin stór og stækkar stöðugt. Það er löngu tímabært að þessum hóp sé sinnt og krökkum og fólki í þessum íþróttum sé gert jafn hátt undir höfði og í öðrum íþróttum.

Löngu tímabært :)🙋

Mjög góð hugmynd !

Algerlega nauðsynlegt ril að bæta líðheilsu komandi kynslóða og fá jákvæða upplifun af hreyfingu

Þetta væri mjög sniðugt þar sem það eykur möguleika á fjölbreyttri hreyfingu fyrir krakka/fólk

Mikilvægt að efla úti aðstöðu jaðarsports á íslandi. Bjóðum upp á meiri fjölbreytni í íþróttaiðkun framtíðarinnar. Það er nóg af annars konar íþróttamannvirkjum en lítið af skipulögðum stöðum fyrir jaðarsports iðkendur

Frábær hugmynd, koma svoooo NÚNA 😀

Það vantar alvöru park sem myndi gera mjög mikið fyrir marga. Þetta er holl hreyfinu og útisvæði sem stenst íslenskar aðstæður. Það má halda mót þarna og gera ýmislegt flott. Flestar borgir bjóða upp á almennilega aðstæðu miðsvæðis. Ef svona aðstæða er ekki klifra krakkar í húsum, stökka á hjólabrettum niðrí bæ og finna sér sitt svæði. Þetta svæði er ekki ofan í neinni atvinnu eða húsum og nógu afstæðis á Klambratúni til að trufla ekki fólk sem kemur þangað.

Tímabært að fá góða aðstöðu til að komast út að leika.

Þessi hópur sem stumdar þessar íþróttir hefur i nánast engin hùs/svæđi ađ sækja.þad Þarf ad sinna þeim betur.

Frábær viðbót við útivistarperlu miðborgarinnar

Klárlega frábær hugmynd. Það er skammarlegt hversu lítið er stutt við t.d. hjólabrettamenninguna miðað við hvað hún er og hefur alltaf haldist blómleg. Parkour er einnig í mikilli uppsveiflu og þarna væri kjörið að staðsetja slíkan æfingagarð. Klambratún hefur allt of lengi verið illa nýtt og mun aldrei verða aðal útivistarsvæði Reykjavíkur. Nema þá einmitt að svona hugmynd verði að veruleika.

Kominn tími til

Frábær hugmynd :)

Þetta vantar!

Frábær hugmynd👍

Mjög góð hugmynd um betri nýtingu á illa nýttu svæði sem færir aukið líf á Klambratún og styður við jaðaríþróttir.

Ekki spurning! Glæðum borgina lífi!

Það klárlega vantar svona

Frábær hugmynd að mínu mati, ég á tvo hjólabrettastráka sem kvarta sáran yfir aðstöðuleysinu hér í miðbænum. Það eru frístundastyrkir í boði fyrir krakka sem vilja stunda fótbolta, handbolta, sund og svo frv. En svona jaðarsport virðist ekki eiga upp á pallborðið, væri til í að úthluta frístundastyrknum þeirra í verkefnið og er handviss um að það væru fleiri til í það!

Holl hreyfing fyrir alla fjölskylduna.

Það er 2018 og við íslendingar erum alltof langt eftirà með svona garð eg er 100%með að þetta verði gert að veruleika

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information