Strætó í Fossvogsskóla

Strætó í Fossvogsskóla

Skipuleggja mætti strætókerfið þannig að börn sem búsett eru til dæmis á sléttuvegi eða skógarvegi og ganga í Fossvogsskóla geti tekið strætó í skólann. Strætó keyrir Bústaðaveginn, en þá er enn töluverður spölur eftir í skólann. Endurskoða mætti einhverja strætóleiðina sem gæti keyrt niður fossvogsveginn, beygði upp Eyrarland og færi niður aftur í Hörgsland og þar getur vagninn farið alla leið að skólanum og snúið við á hringtorginu framan fyrir skólann.

Points

Nú er fyrir góður göngustígur og hjólastígur sem að liggur á milli, en það er ekki auðvelt fyrir yngstu bekki grunnskóla að hjóla í skólann allt árið. Hverfið er stórt og börn sem ganga í Fossvogsskóla verða mörg að ganga langa leið í skólann að morgni. Foreldrar hafa þá verið að keyra börnum sínum þessa morgna. Komast mætti hjá þeirri umferð um hörgs- og hraðrarland á morgnana með því að bjóða upp á strætóferðir fyrir börnin alla leið upp að skólanum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information