Breyting á aðkomu umferðar inn Starhaga frá Ægissíðu

Breyting á aðkomu umferðar inn Starhaga frá Ægissíðu

Starhagi er einstefnu íbúagata og er leikskólinn Sæborg staðsettur þar. Starhagi er eina tengibraut Ægissíðu við Suðurgötu. Það er erfitt fyrir ökumenn að aðskilja þessar tvær götur. Bílar sem keyra að Suðurgötu af Ægissíðu keyra hratt og hætta myndast þegar bílarnir keyra i gegnum Starhaga. Hraðahindrun og umferðarskilti sem nú eru staðsett við gatnamótin skila sér í hægari umferð í Starhaga. Ekki er búið að fullklára Ægissíðu að Suðurgötu og því er Starhagi notaður í staðinn.

Points

Mikil umferð skapast í rólegri og barnvænni íbúagötu. Íbúar götunnar bíða eftir stórslysi því oft hafa orðið "næstum því" slys. Íbúar Starhaga hafa í samstöðu sent inn formlegt bréf til borgarinnar en bréfið fékk engin viðbrögð. Leikskólastjóri Sæborgar hefur kallað eftir aðgerðum hjá borginni því í fyrrasumar keyrði bíll á hraða inn hliðið að leikskólanum. Heppni var að atvikið gerðist í júlímánuði og börn í sumarleyfi. Upprunalegt skipulag hefur ekki verið fullklárað þó löngu orðið tímabært.

Hreinlegast væri að gera Starhaga að eðlilegu framhaldi af Ægissíðu með því að gera hana að tvístefnu. Það mundi líka hægja á umferð. Gatan er þegar fyllilega nógu breið. Jafn breið Ægissíðu sem er eflaust ein ástæða hraðakstursins.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information