Stækkun á bílastæðinu við Fálkaborg - Borg
Um árabil hafa starfsmenn og foreldrar barna í Fálkaborg rætt um að vegna þrengsla á bílastæði við leikskólann skapist þar iðulega slysahætta, ekki síst á snjóþungum vetrum. Í leikskólanum er pláss fyrir um 63 börn og þar starfar örugglega hátt í 20 starfsmenn. Bílastæði við leikskólann eru um 10 talsins. Flestir foreldrar koma með börn sín í leikskólann á leið sinni til vinnu og flestir sækja líka börnin sín á leiðinni heim. Öngþveiti myndast, óhöpp verða, vörnum slysum, fjölgum stæðum.
Ég lenti í árekstri við innkeyrsluna að Fálkaborg fyrir nokkrum árum. Var að beygja upp úr Arnarbakka og þar sem mikil umferð var niður Fálkabakka þurfti ég að bíða eftir tækifæri á að beygja inn á stæðið. Umferðin niður Fálkabakkann byrgði ökumanni sem kom úr Arnarbakka sýn og hann keyrði með afli aftan á minn bíl. Það var mikil blessun að ég lenti ekki á eða fyrir bílum sem komu niður Fálkabakkann þegar bíllinn minn kastaðist áfram yfir á öfugan vegarhelming. Það var barn í bíl þess sem ók aftan á mig. Sem betur fer slasaðist enginn alvarlega utan hálshnykkja, en þetta hefði getað farið mjög illa. Þessar aðstæður eru verulega hættulegar og sérstaklega er brekkan niður á stæðið hættuleg á vetrum í snjó og hálku. Minni bílar þurfa að taka atrennu til að komast upp á Fálkabakka. Svo er stæðið allt of lítið. Það skapast slysahætta þarna mörgum sinnum á dag.
Einfaldlega ekki nógu mörg stæði til að sinna starfsfólki og börnum leikskólans. Þetta leiðuir til þess að keyrt er yfir gróður og kant steina í grennd við stæðið. Malbik einnig illa farið og lýsing léleg
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation