Götumerking Frostafold

Götumerking Frostafold

Þegar beygt er af Fjallkonuvegi inn í Frostafold og svo aftur til hægri inn í vegaspottann Frostafold 2 - 8, þarf svo tilfinnanlega að mála með gulri málningu, steypta kantinn á vinstri hönd (sem er óslitinn við grasið) frá gatnamótunum og að bílageymslum. Þarna er oft og mörgu sinnum lagt á akstursbrautinni, bæði einkabílum og jafnvel rútu. Íbúar geta því ekki ekið eftir akveginum Frostafold 2 - 8 til að komast inn á bílastæðin framan við íbúðablokkirnar eða keyra inn í bílageymsluna.

Points

Hef lent í því að komast ekki heim til mín á bílnum mínum þar sem bílum hefur verið lagt á akstursbrautinni. Þeir ökumenn hafa ekki áttað sig á því að þetta lokaði akstursleiðinni. Enda er þeim vorkunn þar sem engin gul merking bannar þeim að leggja í kantinum upp við grasið frá gatnamótum á vinstri hönd að bifreiðageymslunni. Fullyrði að allir íbúar sem og gestir myndu fagna þessari framkvæmd sem greiðir leið allra akandi og gangandi.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information