Fáum reynslu á breytta Hofsvallagötu í vetur áður en við stígum skrefið til baka

Fáum reynslu á breytta Hofsvallagötu í vetur áður en við stígum skrefið til baka

Breytingunum umdeildu hefur verið lýst sem til bráðabirgða. Gefum þeim séns einn vetur. Sýnist helsti vandinn vera við gatnamótin við Hringbraut á norðurakreininni. Þar mætti kannski leysa mál í snatri með breyttri málningu.

Points

Nú veit ég af þrem óhöppum bara núna í febrúar þar sem ekið hefur verið á akreinaskyltið og gróðurkassa við þrengingu við norður enda Hofsvallagötu. Þetta er slysagildra sem þarf að laga sem fyrst. Ekki bíða eftir að einhver slasist.

Ég fer oft um Hofsvallagötuna, bæði hjólandi og á bíl. Það er mikill munur hvað það er betra að hjóla um hana eftir breytingarnar, sérstaklega að vestanverður. Helsti gallinn er að breytingin skuli ekki ná alveg frá Landakoti og niður á Ægissíðu, því gatan er mjög hentug tengibraut fyrir hjól. Ég er sammála því að útfærslan er frekar ljót, en það mætti laga, t.d. með kantsteinum í staðinn fyrir veifur.

Ég er einn þeirra sem ferðast eftir Hofsvallagötu með ýmsum hætti á hverjum degi. Ég skil mæta vel að mörgum hafi hnykkt við meðan á framkvæmdum stóð við götuna síðsumars. (Þetta var eins og keppnisbraut skíðafólks á tímabili.) Ýmis rök gegn breytingunum sneru að vetrarumferð, snjómokstri og þvíumlíku. Eigum við ekki að gefa þessu einn vetur áður en við setjum fé í að taka eitthvað af fíniríinu niður?

Þrenging Hofsvallagötu og skýrar merkingar voru löngu tímabærar á þessu svæði, því það var alls ekki öruggt. Burtséð frá útlits"göllum" útfærslunar, þá var þetta góð og þörf breyting. Mér hefði þótt fallegra að fara klassískari leið, með trjám í stað fána og fuglahúsa, vel upphækkaða kannta kringum stæðin og stígana, en rýmislega séð var þetta vel unnið. Takk.

Ég er ánægð með breytingarnar en sé reyndar þennan vankannt með snjómoksturinn. Í síðustu viku var erfitt að hjóla eftir brautinni því snjórinn safnaðist á hjólabrautina og varð leiðinlegt svell. En það er kannski hægt að útfæra það betur. Einnig er óheppilegt að það skuli akkurat vera hæðarmunur í malbikinu eftir miðri hjólabrautinni endilangri, eitthvað sem hefur skapast þegar malbik hefur verið endurnýjað. Ég er sammála um að brautin þyrfti að ná alla leið frá Landakoti og niður að Ægissíðu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information