Frisbígolfvöll í Fossvogsdal

Frisbígolfvöll í Fossvogsdal

Setja upp 9 körfu frisbígolfvöll í Fossvogsdal en þar er frábært svæði fyrir þessu skemmtilegu ókeypis afþreyingu. Frisbígolf er einfaldur leikur þar sem frisbídiskum er kastað í sérhannaðar körfur og er markmiðið að far í sem fæstum köstum. Þessi leikur hentar öllum aldri og er mjög fjölskylduvæn afþreying. Mjög góð reynsla er af Klambratúni en þar var settur upp völlur fyrir rúmum tveimur árum og hefur alveg slegið í gegn. Varla líður sá dagur að ekki sé einhver að spila, allt árið um kring.

Points

Þetta frábæra sport er sístækkandi og vantar fleiri körfur í Reykjavík. Ekki fylgir mikill kostnaður við uppsetningu svona vallar. Viðhald lítið sem ekkert.

Ég tel að almenningur ætti að styðja við nýjar hugmyndir sem auka fjölbreytni í afþreyingu og hvetur fólk til hreyfingu og útivistar. Mjög ódýrt er að setja upp völl, hann fellur vel að umhverfinu og þarf lítið viðhald auk þess að færa líf á viðkomandi svæði. Frisbígolfvellir spretta upp víða í nágrannalöndum okkur en í Svíþjóð eru nú komnir 130 vellir og Finnlandi yfir 230 sem flestir eru settir upp í almenningsgörðum. Eini búnaður sem spilari þarf til að byrja er einn frisbídiskur.

Þetta er algjörlega málið!

Lóðin milli Gautlands 17-21 og Geitlands 8-10, sem líklega tilheyrir Gautlandi er opin og lítið hirt. Þeir sem búa við Geitland og neðar stytta sér oft leið yfir þessa lóð, á leið í verslunarkjarnann Grímsbæ. Hugmyndir hafa komið upp um að gera stíg á ská yfir lóðina sem yrði snyrtilegri fyrir vikið. Hér er spurt um hvort borgin myndi koma að þessu verki með íbúum ef um semdist milli aðila. Þess má geta að arkitekt, sem býr á svæðinu hefur sett fram hugmynd að slíkum stíg.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information