Snjóframleiðslubyssu í Dalhúsaskíðabrekkuna í Grafarvogi.

Snjóframleiðslubyssu í Dalhúsaskíðabrekkuna í Grafarvogi.

Þetta er forvarnarmál og því ber að flokka þetta sem VELFERÐARMÁL Snjór er af skornum skammti. Hægt er að framleiða snjó þegar hitastigið er við frostmark eða undir því. Brekkan hefur meira og minna verið lokuð í vetur vegna þess að það vantar snjó en frostið hefur ekki vantað. Ef snjór hefði verið til staðar væri búið að vera opið alla daga vetrarins. Þetta er útivist fyrir börn á veturna, en á þessum tíma árs eru ekki til staðar mörg tækifæri til útivistar fyrir börn innan borgarmarkanna. Hugmyndin snýr að forvörnum. Allt of mörg börn hreyfa sig ekki nógu mikið. Þetta eykur fjölbreytnina og framboðið af tækifærum til að efla hreyfingu barna. Of mörg börn sitja við tölvuleiki í skammdeginu. Með því að fjölga dögum sem brekkan er opin er verið að auka lífsgæði barna og byggja upp hreyfigetu til framtíðar. Vel er hægt að framleiða snjó með einföldum og ódýrum hætti. Þeir sem eiga ekki skíði geta fengið þau leigð. Ef af yrði væri sniðugt að fara í samstarf við Bláfjöll með skíðabúnað til leigu.

Points

Þetta er forvarnarmál og því ber að flokka þetta sem VELFERÐARMÁL Snjór er af skornum skammti. Hægt er að framleiða snjó þegar hitastigið er við frostmark eða undir því. Brekkan hefur meira og minna verið lokuð í vetur vegna þess að það vantar snjó en frostið hefur ekki vantað. Ef snjór hefði verið til staðar væri búið að vera opið alla daga vetrarins. Þetta er útivist fyrir börn á veturna, en á þessum tíma árs eru ekki til staðar mörg tækifæri til útivistar fyrir börn innan borgarmarkanna.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem verkefnið sem um ræðir í hugmyndinni er í öðru ferli innan borgarkerfisins og því ekki hægt að kjósa um það að svo stöddu. Hugmyndinni verður vísað sem ábendingu inn í það ferli. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Það er alveg út í hött að setja snjóbyssur í brekkuranar í RVK. Það þarf amk -4 til að framleiða og það er sjaldan svo mikið frost. Hel að það ætti að byrja á að laga aðstöðuna fyrst.

Eins og tíðarfarið hefur verið í vetur hefði brekkan verið opin nánast alla daga frá miðjum nóvember - 13. mars (í dag). Það hefur verið frost og lítið af snjó. Frostið og stillan sem hefur fylgt þessum kulda eru kjör aðstæður til að framleiða snjó.

Sammála þetta er frábær hugmynd. Erfitt er fyrir mörg börn og unglinga að komast upp í bláfjöll og er þetta því kjörið svo allir geti notið þess að fara á skíði/sleða. Alltaf þegar ég hef farið þá hafa margir verið í brekkunni og hún greinilega vinsæl og vel nýtt þegar aðstæður eru góðar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information