Almennileg umhirða borgarinnar á almenningsgarði inná milli blokka í Seljahverfi

Almennileg umhirða borgarinnar á almenningsgarði inná milli blokka í Seljahverfi

Íbúar Teigasels, Strandasels, Tindasels, Tungusels og Stíflusels fái að njóta vel hirts almenningsgarðs sem er inn í miðju blokkarhverfinu. Hægt væri að halda garðinum við með einföldum hætti með því slá hann og raka að sumri, laga róluvöll og fótboltavöll sem er á svæðinu og jafnvel fegra beðin með blómum. Ljóst er að ekki aðeins íbúar þessara gatna myndu njóta þess því börn í nærliggjandi götum myndu sækja þangað. Þannig gæti borgin veitt börnum þessara 14 blokka í Seljahverfi betri lífsgæði.

Points

Almenningsgarðurinn sem er á milli Teigasels, Strandasels og Tindasels er ekki til fyrirmyndar, hann er illa hirtur og illa nýttur sökum þessa. Staðurinn er ekki til þess að bjóða börn hverfisins velkomin og ekki heldur fjölskyldur sem gætu verið að njóta garðsins á sumrin. í sumar var garðurinn sleginn að hluta til en ekki rakaður. Leiktæki eru mjög illa viðhaldin.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information