Stytta að niðurlotum komin - á lóð fyrir framan Hvassaleiti 1 til 9

Stytta að niðurlotum komin - á lóð fyrir framan Hvassaleiti 1 til 9

Hörmulegt ástand er á þessari fallegu styttu sem minnir okkur á landnám Íslands. Hún er í algerri niðurníslu og þarfnast lagfæringar. Hún er líka stórhættuleg í þessu ástandi, bitarnir sem eru að losna af eru þungir og hættulegt að lenda undir þeim. Hún er töluvert notuð sem leiktæki af börnum á svæðinu, þau eru í leikjum í kringum hana og klifra jafnvel upp á hana. Gerum við hana og leyfum fólki að njóta hennar, bæði sjónrænt og með klifri :)

Points

Styttur í borginni eru til mikilla sóma og hafa oft tilvísun í sögu landsins líkt og þessi stytta sem minnir okkur á landnám landsins. Hún getur verið uppspretta samræðu um sögur landsins, hvort sem það á sér stað í gönguferð barna á skólatíma, útivist fjöldskyldna eða í leik barna sem hrífast af styttunni. Því þarf henni að vera vel viðhaldið svo hún sé það augnayndi og menningarprýði sem henni er ætlað að vera. Svo ekki sé minnst á öryggisþáttinn, að fólk/börn verði ekki undir hluta af henni.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information