Gatnamótin Framnesvegur - Vesturgata

Gatnamótin Framnesvegur - Vesturgata

Breikka ætti gangstéttar við þessi gatnamót til að minnka líkur á að bílum sé lagt á hornunum, svipaðar framkvæmdir á mótum Bræðraborgarstígs og Vesturgötu núna í sumar stórbættu þau gatnamót til dæmis. Vandamál skapast þegar bílum er lagt alveg við hornin eða jafnvel eftir endilöngu suðvestur horninu, í þessum kringumstæðum er nánast ógerningur að komast um þessi gatnamót með góðu móti hvorki gangandi né akandi. Norðan megin er auk þess títt ekki eiginleg gangstétt vegna innkeyrslu/bílastæðis.

Points

Það er engin ástæða til að þessi gatnamót þurfi að vera svona erfið, það ætti að vera auðvelt að sjá glöggt hvar er í lagi að leggja bíl og hvar ekki. Sem myndi svo gera bæði akandi og gangandi auðveldara um vik að átta sig á aðvífandi umferð með stórlega minni hættu á slysum.

Það er bara mjög mikilvægt að auka öryggi fólks sem eru gangandi vegfarendur á þessum stað.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information