Bætum öryggi barna við ARNARHÓL - aðalsleðabrekku miðborgar
Brýnt að tryggja öryggi barna og unglinga að leik við Arnarhól á veturna. Þegar snjó festir er Arnarhóll vinsæll áfangastaður fjölskyldna í Miðborg. Krakkarnir í hverfinu fara saman á sleða á Arnarhól, eða á bretti. Ferðamenn í stuði reyna með misjöfnum árangri að sníkja sér far, fá stundum að renna sér niður. Eftir að framkvæmdum lauk við Lækjargötu, var svæðið skilið eftir opið og börnin geta runnið hindrunarlaust út á Lækjargötuna. Arnarhóll ásamt tjörninni eru frábær vetraríþróttasvæði.
Flokkun hugmyndar breytt eftir yfirferð hjá starfsfólki fagsviðs.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation