Skábílastæði í Hvassaleiti - aukið umferðaröryggi

Skábílastæði í Hvassaleiti - aukið umferðaröryggi

Það er löngu vitað að umferðin við þessa götu er oft yfir hámarkshraða og mikið áhyggjuefni íbúa við götuna. Það er gægt að breyta bílastæðum við götuna í skábílastæði og þannig náum við fram tveimur dýrmætum markmiðum. Annars vegar þá fáum við fleiri bílastæði við götuna sem vonandi dregur úr því að fólk leggi hreinlega á götunni sjálfri, þ.e. á akreininni frá Listabraut að Háaleitisbraut. Hins vegar þrengist gatan líka við skábílastæðin sem dregur vonandi úr aksturshraða ökutækja.

Points

Hvassaleiti er íbúagata sem er því miður nýtt í gegnumakstur og er hraðinn oft yfir hámarkshraða. Skábílastæðin þrengja götuna og draga því líklega úr hraðanum og hægt er að bjóða upp á fleiri bílastæði við götuna með þessu fyrirkomulagi.

Einföld leið til að auka umferðaröryggi!

Líst mjög vel á.

Það verður að gera eitthvað til að draga úr umferðahraða. Skábílastæði eru fín hugmynd.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information