Hraðahamlanir/þrenging á hjólastíg við Barnaskólann í Öskjuhlíð

Hraðahamlanir/þrenging á hjólastíg við Barnaskólann í Öskjuhlíð

Vegna nálægðar við barnaskóla og leikskóla í Öskjuhlíð þyrfti nauðsynlega að setja upp einhverskonar hraðahamlandi úrræði sitt hvoru megin við þann örstutta kafla hjólastígsins sem liggur meðfram skólahúsunum og skapar töluverða slysahættu. Sérstaklega með fjölgun rafmagnsvespa um stíginn. Þetta gætu til að mynda verið álrið, sem krefðust þess að beygt væri í "S" til að komast á milli þeirra, eða þrenging stígsins með stóru grjóti. Skilti sem minnir á börn að leik, væri einnig óvitlaust.

Points

Það þarf ekki nema 30 km hraða á hjóli til að valda miklum skaða á líkama barns. Sjónsvið barna á barnaskólaaldri er mun þrengra en fullorðinna og því hafa þau ekki sömu færni og fullorðnir til bregðast við hættum í umhverfi sínum. Það er ekki sanngjarnt að setja hjólreiðafólk í þá stöðu að auka hættuna á slysi. Það er sanngjarnt að upplýsingar í umhverfi okkar gefi okkur færi á að bregðast rétt við í umferðinni. Þetta er gott dæmu um að fyrirhyggja er góð forvörn gegn slysum.

Hjólastígur um Öskjuhlíð liggur mjög nærri skólalóð Barnaskólans í Reykjavík, í Öskjuhlíð. Þar er oft á tíðum mikil umferð hjólreiðafólks, sem er vel, en fjöldi ungra skóla- og leikskólabarna á svæðinu er mikill og þau nýta Öskjuhlíðina umtalsvert til útivistar. Því hefur gífurlega hár ferðahraði hjólreiðafólks valdið talsverðri slysahættu og stofnað öryggi þessara barna ítrekað í hættu. Sér í lagi þar sem einnig ber talsvert á því að farið sé um hjólreiðastíginn á rafmagnsvespum o.þ.h. tækjum.

Það er í raun bara tímaspursmál hvenær það verður slys þarna. Börn gleyma sér og hlaupa yfir stíginn án þess að gá að sér og vegna skógarþykknis þá geta þau komið hjólreiðafólki algjörlega að óvörum. Fólk er líka á mjög hraðskreiðum reiðhjólum og oftar en ekki með tónlist í eyrunum. Það er skylda samfélagsins að tryggja öryggi barna þarna líkt og við svipaðar aðstæður við aðra grunnskóla.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information