Björgum börnum og öðrum fótgangandi frá bílaumferð í Ánalandi

Björgum börnum og öðrum fótgangandi frá bílaumferð í Ánalandi

Ánaland er ein af fáum íbúagötum hverfisins sem hefur enga gangstétt. Þar er lífshættulegt blindhorn inn og út úr götunni frá Eyrarlandi. Þetta er lítil gata með 11 heimulum og níu ungum börnum... og einnig fullorðnum gangandi vegfarendum. Vegna skipulags getur verið erfitt að koma fyrir gangstétt inn í götuna, en það væri hægt að tengja innkomu gangandi inn í götuna, með að setja nokkrar tröppur frá Fossvogsvegi inn í götuna, tengdist síðan göngustígnum frá Ánalandi inní Árland! Öllum til gagns

Points

Sumastaðar á það við að aðgreina ekki umferð akandi og fótgangandi. En í Ánalandi er það nauðsynlegt að hafa a.m.k. eina gangstétt öðru hvoru megin götunnar, því það er blindhorn inn í götuna og ökumenn sjá ekki gangandi vegfarendur nógu snemma. Þar sem innkeyrslan er tiltölulega þröng og erfitt getur verið að koma fyrir gangstétt, myndu tröppur úr Ánalandi upp á gangstétt á fossvogsvegi bjarga miklu fyrir gangandi fólk.

Til þess að fólk átti sig betur á hvernig aðkoman er í götuna þá legg ég fram eftirfarandi slóð: https://www.google.com/maps/@64.119385,-21.884742,3a,75y,294h,90t/data=!3m4!1e1!3m2!1s6HgeLjYW5BR8bgT9mSDOGQ!2e0!6m1!1e1

Önnur mynd sem ég legg fram til að gefa fólki betri hugmynd hvar hægt er að leggja tröppur frá Fossvogsvegi inn í götuna og veita þannig íbúum götunnar göngustíg að heimilum sínum. https://www.google.com/maps/@64.119977,-21.88544,3a,75y,153.31h,63.33t/data=!3m4!1e1!3m2!1s8R0buTCKJy58a4Ao6t4lGw!2e0

Sumstaðar eru gangandi vegfarendur einmitt ekki aðgreindir frá akandi til að auka umferðaröryggi. Oft gert með því að fjarlægja yfirborðsvegmerkingar, umferðarmerki, girðingar, gangstéttar og annað sem aðgreinir akandi og gangandi vegfarendur. Þrengri götur í þéttbýli, bæði í íbúðahverfum og við verslunargötur. Reynsla þeirra sem hafa prófað er að ökumenn verða óöruggir og aka því varlegar. Dæmi um götur eru Exhibition Road in Kensington, London og Giles Circus, Ipswich.

Ófært að bílar hafi greiðan aðgang um götuna, en ekki börn né aðrir fótgangandi. Þess má geta að ég hef rætt málið við aðra íbúa götunnar, sem eru sammála þessu og að launnin gæti verið fólgin í tröppum frá gangstétt á Fossvogsvegi niður í Ánaland. Íbúar Ánalandi 6 sem eiga þennan lóðarpart sem myndi fara undir tröppurnar, eru fúsir að gefa hann borginni.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information