Næturstrædóar
(Sjá einning greinar 46 og 47 )
Það má alveg benda á að það er alveg jafn bannað að hjóla ölvaður...
Góð tillaga en má ég gagnrýna málfarið. Þetta er ekki erfitt að skrifa "strætisvagn" og þetta "strædó" tal lætur mig líða eins og ég sé að lesa tillögu frá leikskólabörnum.
Klukkutímafresti, jafnvel 2 klst fresti yfir nóttina væri nóg. Þá er maður allavega ekki fastur eitthverstaðar, og svona bundinn við að koma sér vel fyrir klukkan 11 á kvöldin (sem er alveg ótrúlega snemma)
Má ég benda þá vinsamlega á að aðilinn sem setur inn þessa tillögu gæti verið lesblindur og skrifar nákvæmlega eins og hann heyrir orðið. Finnst þessi tillaga frábær hvort sem hún sé frá leikskólabarni eða fullorðnum einstaklingi :)
af hverju var annars hætt með næturakstur vagna á sínum tíma, of lítið notað líklega, of miklar skemmdir kannski og hætta fyrir vagnstjóra , ófáanlegir í starfið, giska ég á
ég var svo skipulagður á mínum fylleríum , var með reiðhjól tilbúið nálægt miðbæ til að hjóla heim í breiðholt. , gekk þessa löngu leið líka fyrstu mánuðina , það kemst í vana og hressir mann, tekur ekki svo langan tíma eins og maður gæti haldið
Það er ekki allskostar rétt, Þórgnýr :-) Og ekki síst er reginmunur á hversu mikill skaða sé líklegt að menn valda á öðrum við að hjóla borið saman við að aka undir áhrifum. En ég skil kannski hvað þú ert að fara. Og kannski var ekki lolo beinleiðis að kasta rýrð á tillöguna :-)
Áhugavert. Ég hef tvennt um þetta að segja. Þetta er fjári óljós grein um hæfni ökumannsins. ;) Hitt er eftirfarandi frá umferðarstofu (http://www.us.is/Apps/WebObjects/US.woa/wa/dp?detail=3763&id=1185): Reiðhjól er skilgreint sem ökutæki og ef einhver skildi ekki vita það þá er bannað að hjóla fullur. Væri áhugavert að vita hvaðan þessi skilgreining kemur.
Morten: Nú? Uppfræddu mig.
Af vefsíðu Umferðarstofu : "Í umferðarlögum er kveðið á um að ökumaður megi ekki neyta áfengis eða annarra örvandi eða deyfandi efna við stjórn vélknúins ökutækis. Ennfremur að enginn megi stjórna eða reyna að stjórna vélknunu ökutæki ef hann er undir áhrifum ávana- og fíkniefna sem bönnuð eru." Sjá greinar 44 og 45 umferðarlaga, þar sem greinarmun er gerð á vélknúnu ökutæki og öðrum ökutækjum, http://www.althingi.is/lagas/nuna/1987050.html Um að stjórna reiðhjóli eða hest stendur með aðeins öðrum hætti : "Enginn má hjóla eða reyna að hjóla eða stjórna eða reyna að stjórna hesti, ef hann er undir svo miklum áhrifum áfengis eða annarra örvandi eða deyfandi efna, að hann geti eigi stjórnað hjólinu eða hestinum örugglega." Hvað varðar hættum sem stafar af bílstjóra borið saman við ökumanns reiðhjóls, reikna ég með að flestir samþykkja að meiri hætta stafar af bílstjórum sökum hraða, þyngdar og stærðar ökutækisins. Samanburðurinn á reiðhjólum og bílum tengd áfengisneyslu mætti auðvitað ræða í lengri máli. En Þessi munur dregur engan vegann undan þörfina á næturstrætó.
það þarf að klikka á þetta örsmáa orð, orðið fleiri,sem ég tók ekki eftir, til að sjá alla umræðuna, ekki vel hannaður vefur segi ég nú og hananú
ég held að löggan stoppi ekki fulla á hjólum nema þeir séu áberandi ölvaðir og eða hjóli illa , þótt það sé bannað , sumum lögum er lítið framfylgt, held td að margir aki bíl að húsi sínu eftir göngustíg stundum til að koma með td kerru , það er bannað held ég, fann ekkert í gúgli um afskpti af slíku td í fréttum frá lögreglu.
Nokkrar valdar strætóleiðir gangi allan sólarhringinn, t.d. S-leiðirnar, annað hvort alla daga eða þá bara um helgar. Eftir miðnætti myndi kosta aðeins meira í strætó heldur en vanalega, e.t.v. 500-700 kr farið. Þar sem þetta er ódýrara en að taka leigubíl myndi Reykjavíkurborg ábyggilega hagnast á þessu eins og íbúar höfuðborgarsvæðisins.
500 krónur yrði ágætt fargjald eftir miðnætti.
Í Árósum í Danmörku eru sérstakar leiðir fyrir næturstrætóa. Næturleiðirnar ná til fleiri hverfa, þannig að hver leið þjónar fleirum. Næturstrætó kostar tvo miða, og er því tvöfalt dýrari. Þrjár brottfarir eru í boði; kl. 1, 2 & 3 frá miðbænum, og var vögnum bætt við eftir þörfum. Það kom fyrir að nokkrir vagnar voru fylltust, þeir keyrðu þá í halarófu sína leið. Aðeins voru notaðir nýjustu og flottustu vagnarnir á næturna. Einfalt og gott kerfi sem mætti heimfæra.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation