Bætt aðgengi frá Bólstaðarhlíð yfir á Klambratún

Bætt aðgengi frá Bólstaðarhlíð yfir á Klambratún

Að gangandi vegfarendur sem koma gangandi niður Bólstaðarhlíð á leið yfir á Klambratún geti gengið yfir Lönguhlíð án þess að þurfa að standa á miðri götu(!) með umferð beggja vegna. Umferðareyjarnar eru ekki gerðar með gangandi vegfarendur í huga, hvað þá barnavagna eða kerrur. Öruggast væri að setja upp umferðarljós eða gangbraut.

Points

Sjálfur er ég ekkert endilega sammála að eigi setja upp ljós þar sem stutt er í næstu ljós á götunni. En ég vill styðja þessa hugmynd þar sem í dag er hálfgerður göngustígur á umferðareyjunni milli Bólstaðarhlíðar og Klambratúns sem veldur óöryggi. Er göngustígurinn eitthvað gamallt sem á eftir að fjarlægja, eða á eftir að setja merkingar á götuna til að framlengja göngustíginn á eyjunni? Það verður að vera annað hvort, annað myndar misskilning og hættu. Sjá göngustíg á hér: http://goo.gl/k0twsF

Það er mikil þörf fyrir ljós þarna þar, sbr. rökin hér að ofan, göngustígurinn inn í garðinn liggur í beinu framhaldi af Bólstaðarhlíðinni. Það eru engin rök að það sé ekkert mál að labba aðeins lengra, fólk mun alltaf stytta sér leið, svo ég tali nú ekki um börnin sem æða bara beint þarna yfir.

Það er gert ráð fyrir að gangstéttin haldi áfram yfir umferðareyjuna en það er óklárað verk. Nú er umferðareyjan með háum köntum beggja vegna og ókláruðum jarðvegi (yfirleitt drullusvaði) sem gerir það að verkum að fólk, hvort sem það er með barnavagna eður ei, sleppir því að ganga yfir umferðareyjuna þegar það á leið yfir Lönguhlíðina, gengur heldur yfir götuna og stendur þ.a.l. á miðri götunni (þar sem bílar beygja út frá og inn í Bólstaðarhlíðina) þar til umferðin hægist og það kemst yfir.

Eins og bent var á, eru þriðju ljósin á þessari vegalengd ekki frekar óraunhæft? Persónulega hef ég aldrei séð neinn stytta sér leið þarna yfir og ef börnum eru kenndar réttar umferðarreglur þá ættu þau ekki að gera það heldur. Það er inngangur að Klambratúni frá Flókagötu, en vissulega er það þröngur stígur sem liggur bakvið brekkuna. Ef að sá inngangur yrði gerður aðgengilegri þá ætti ekkert að standa í veg fyrir því að fólk myndi nota ljósin sem eru núþegar til staðar.

Aðrir valkostir fyrir gangandi vegfarendur frá Bólstaðarhlíð eru gönguljós við a) Miklubraut þar sem umferðin er þung og hættuleg og b) Flókagötu þar sem ekki er gangstígur inn í almenningsgarðinn nema gengið sé í gegnum bílastæði við vinnusvæði (á vegum Reykjavíkurborgar?). Hins vegar er göngustígur inn í garðinn í beinu framhaldi við Bólstaðarhlíð en þar er nánast ómögulegt að ganga yfir Lönguhlíð nema leggja líf og limi í hættu.

Vissulega eru einu ljósin yfir götuna við Flókagötu eða Miklubrautina en væri þá ekki auðveldara að útbúa nýjan inngang í garðinn hjá Flókagötu í stað þess að búa til þriðju ljósin á nokkra metra vegalengd. Ef fólk er þegar úti að labba, hverju munar nokkur auka skref? Umferðareyjarnar eru til þess að skilja að umferð frá mismunandi áttum, t.d. eru á mörgum stöðum grindverk á þeim einmitt til að aftra gangandi vegfarendum að hlaupa yfir og skapa hættu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information