Gangbraut eða hraðahindrun á horni Fífusels og Flúðasels

Gangbraut eða hraðahindrun á horni Fífusels og Flúðasels

Mikill fjöldi fólks gengur yfir Flúðasel beint út frá gangstéttinni frá Fífuseli og þaðan niður göngustíg í átt að leikskólanum Jöklaborg. Þar er oft mikill umferðarhraði þar sem fólk nær að gefa hressilega í á milli hraðahindrana sem eru í götunni. Stundum er bílum lagt í götuna og þá er skyggni lítið, sérstaklega fyrir börn. Eitt stykki gangbraut sem gefur til kynna að gangandi vegfarendur eigi réttinn myndi leysa málið.

Points

Sjá lýsingu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information