Merkja fyrir hjóla/gönguleið á gangstéttalausum íbúagötum í Suðurhlíðunum

Merkja fyrir hjóla/gönguleið á gangstéttalausum íbúagötum í Suðurhlíðunum

Merkja fyrir hjóla/gönguleið á gangstéttalausum köflum í íbúagötum í Suðurhlíðunum þar sem gangstétt sleppir og gangstéttalaus gata tekur við. Göturnar í Suðurhlíðunum eru líkt og bútasaumsteppi hvað gangstéttir varðar og myndi ég vilja sjá merkingar og afmarkaðar brautir málaðar í göturnar þar sem gangstéttir vantar.

Points

Því miður er það svo að fólk virðir það ekki að um vistgötur er að ræða, eða þekkir ekki hvaða reglur eiga við um vistgötur. Ég get fullyrt að stór meirihluti íbúa og gesta keyra á meiri hraða en 15 km á klst um þessar götur. Má ég þá til vara biðja um að Reykjavíkurborg máli á göturnar stór 15 merki innan hrings til að leggja áherslu á hámarkshraðann?

Í Suðurhlíðunum eru íbúa-götur þar sem sums staðar enga gangstétt er að finna, eins og á köflum sé bara gert ráð fyrir umferð bíla (t.d. Beyki/Birkihlíð). Þetta er bagalegt þegar maður fer fótgangandi/hjólandi með börn um göturnar - börnin skilja ekki hvar þau eiga að ganga/hjóla og bílar aka of hratt. Nú er búið að merkja fyrir hjólaleiðum víða og legg ég til að þessir gangstéttalausu götustubbar fái þannig merkingu (helst merkt og gert ráð fyrir bæði umferð hjólandi og gangandi).

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information