Samræmd hönnun á götugögnum
Víða hafa s.k. götugögn verið hönnuð heildstætt til að gera opin rými aðlaðandi, öruggari og þægilegri. Ég nefni t.d. Árósa í DK. Hlutir eins og strætóskýli, hjólastatíf, ljósastaura, bekki, ruslatunnur, brunnlok, trjáskýlur og jafnvel umferðarskilti. Með því að hanna þessa hluti á samræmdan, stílhreinan hátt (samkeppni?), þar sem umhverfisþættir (skjól, o.fl.) eru í fyrirrúmi má greina þarfir, spara fé og lyfta gæðum göturýmisins. Kjörið að tengja þróun göngugatna og hjólreiðareina og -stíga.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation