Refsa fyrir að henda rusli í borgina.
Í borginni er mikið af drasli á víðavangi sem spillir jarðvegi, andrúmslofti og heilsu allra borgarbúa. Ástandið myndi stórlagast ef refsing við að henda rusli í borgina væri að tína upp rusl úr borginni í einn dag.
Að henda rusli í náttúruna er refsivert í mörgum öðrum löndum. Af hverju er það ekki hægt hér, erum við svona æðislega sérstök?
Rodor, áttu við að plasttæjur, síkarettufilterar og allt þar á milli, beri nægilega hátt skilagjald til að fólk fáist til að skil því til sorpu?
Nota samfélagsþjónustuúrræði dómstólanna : Ef þú ert dæmdur til að tína upp rusl í 7 daga, held ég að margir hugsi sig um tvisvar áður en þeir hendi nammibréfinu, og skylda þá til að sækja námskeið í umgengni, , sem þá kennir líka að bera virðingu fyrir náttúrinni, og eigum annara. Tvær flugur, hreinni borg og styttri dóma væri hægt að afplána án þess að stífla fangelsmálakerfið ( nógu er það stíflað fyrir ).
Margir eru refsingarglaðir. Ég er með aðra hugmynd til að gera borgina þrifalegri. Taka upp svipað kerfi og er með dósir og þá er málið að mestu leyst.
hver ætti að fylgja eftir þessum reglum. Reglur eru til einskis ef ekki er hægt að framfylgja þeim
Það er ekki ókeypis að vera með ruslafötur (sem mættu raun vera fleiri og tæmdar oftar í mörgum tilvikum) né er það ókeypis að kaupa kaupa vinnuafl í það að tína upp rusl, sópa saman stubbum, og svo framvegis. Með því að sekta fólk fyrir sóðalega umgengni er hægt að minnka þennann kostnað með því að gera fólk minna líklegt til að ganga sóðalega um samtímis sem hægt er að fá inn einhverjar tekjur til að nota í að borga fyrir þrif. Þar af leiðandi er það rökrétt að sekta sóðana.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation