Almenningssalerni í almenningsgarða

Almenningssalerni í almenningsgarða

Það þurfa allir að létta af sér yfir daginn og því tilvalið að hafa almmeningssalerni í almenningsgörðum.

Points

Ég hef rekið mig á það að þegar vinahópar eru að skoða það hvort ekki eigi að nýta þau mörgu fallegu grænu svæði sem eru í miðborg Reykjavíkur, kemur í ljós að nálægð við WC verði að vera góð. Vilji maður vera til lengri tíma í almenningsgörðum eru miklar líkur á að maður þurfi að létta af sér. Þó það sé spennandi að pissa í runna, er það ekki alltaf svo smekklegt. Hvað þá þurfi maður að gera númer tvö. Einnig er það ekki gott að þurfa að reiða sig á rekstraraðila að veita þessa þjónustu.

Minni á að í Betri hverfi Miðborg í vor var þessi hugmynd valin "Setja upp almenningssalerni í Hljómskálagarði, við Sóleyjargötu" veittar voru 3 milljónir til framkvæmdanna. Spurning að leyfa borginni að klára það mál fyrst og meta svo málið. http://eldri.reykjavik.is/Portaldata/1/Resources/betri_hverfi/2013_kosningar/Betri_hverfi_2013_-_Ni_urstoe_ur_-_Mi_borg.pdf

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information