Nýr áningarstaður og leikvöllur fyrir aftan Miðbæ við Háaleitisbraut,

Nýr áningarstaður og leikvöllur fyrir aftan Miðbæ við Háaleitisbraut,

Leiktæki og áningarstaður við Miðbæ. Fyrir aftan verslunarkjarnann Miðbæ við Háaleitisbraut er mjög gott grænt svæði. Svæðið er vel gróið, umkringt stórum fallegum trjám, og synd að ekki sé verið að nýta það undir neitt í dag. Þarna mætti koma fyrir bekkjum með borðum, rólum og fleiri leiktækjum. Göngustígur liggur meðfram svæðinu og aðgengið því mjög gott. Þarna væri upplagt að fara með fjölskylduna á góðviðrisdögum sem og öðrum.

Points

Ekkert álíka opið svæði er í nánasta umhverfi fyrir íbúa. Hugmyndin er ekki flókin og umhverfið er til staðar. Göngustígur liggur meðfram svæðinu og því þarf aðeins að útvega nokkra bekki og einhver skemmtileg leiktæki. Engin umferð er í kringum svæðið þar sem að það afmarkast af byggingunum í kring. Það er því mjög öruggt og þægilegt að vera þarna með unga krakka. Þarna er frábært grænt svæði sem nýta má mikilu betur fyrir íbúa hverfisins.

Einnig mun aukin umferð um svæðið skila sér í aukinni verslun fyrir verlsunarkjarnann Miðbæ. Þar er m.a. að finna ísbúð, bakarí, söluturn og kjörbúð.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information