Burt með steypuna og grámann - bætum skólalóðir Háaleitisskóla

Burt með steypuna og grámann - bætum skólalóðir Háaleitisskóla

Burt með þessa endalausa steypu á lóð skólans og gerum umhverfið meira aðlaðandi. Hægt er að koma fyrir blómakerjum, gróðurkerjum sem hægt er að rækta í og tengja við námið í skólanum. Hægt er að mála á lóðasteypuna fallegar myndir, landakort og leiki líkt og Parísarbrautina. Bjóða þarf upp á fleiri leiktæki og íþróttavelli fyrir bæði kynin. Einnig þarf að fjárfesta í ódýrum leiktækjum, líkt og sippuböndum, teygjum, stultum og fleira þessar háttar sem eykur fjölbreytni í frímínútum.

Points

Það þarf einnig að bæta skólalóð Háaleitisskóla við Álftamýri. Þó þar sé fótboltavöllur eru leiktækin þar frekar bág. Vantar fleiri leiktæki sbr. nýju leiktækin við Laugarnesskóla.

Aðlaðandi umhverfi er ein af forsendum þess að fólki líði vel. Steypa,grátt og gróðursnautt umhverfi er ekki uppbyggilegt. Því þarf að lífga upp á staðinn sem börn Háaleitisskóla dvelja í lungann úr deginum. Það eru til sparsamar leiðir til að lífga upp á tilveru skólabarnanna, t.d. með því að koma fyrir gróðurkerjum og mála á steypuna myndir og leiki. Hafa þarf einnig í huga að fjölbreytt úrval sé fyrir hendi svo að öll börn finni eitthvað við sitt hæfi á leikvöllum skólans.

Skólaumhverfi sem er með fallegum runnum, trjám og fjölbreyttum plöntum, þar sem landslag er mishæðótt (ekki bara steypa), býður börnin velkomin út og hvetur til jákvæðra skapandi leikja úti. Fjölbreytt náttúruumhverfi getur bætt einbeitingu barna, auk þess sem rannsóknir á leikskólaumhverfi sýna fram á að minna sé um árekstra í samskiptum barna í leik. Þær plöntur sem eru þegar til staðar á lóðinni eru laufgaðar á sumrin þegar börnin eru ekki í skólanum. Gaman væri að sjá meir af sígrænu.

Góð hugmynd sem vert er að styrkja

Það er afar langt síðan nokkuð hefur verið gert fyrir lóðina við Háaleitisskóla-Hvassó. Þar blasir við malbiksflag. Sonur minn 9 ára sem er nemandi við skólann vill klifurgrind með svokölluðum "monkey bars".

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information