Hjólreiðabraut frá Suðurgötu vestur á Eiðsgranda

Hjólreiðabraut frá Suðurgötu vestur á Eiðsgranda

Með því að leggja hjólreiðastíg eftir Neshaganum, laga stíginn sem liggur á frá Hofsvallagötu og að Kaplaskjólsvegi, leggja stíg með Frostaskjólinu og áfram yfir á gangstíginn meðfram störndinni samhliða Eiðsgranda. Þessi leið tengir saman helstu þjónustustaði og hvetti bæði börn og fullorðna til að nota reiðhjól frekar en bíl. Einnig þyrfti að setja upp alminnilegar hjólagrindur við KR, Grandaskóla, Melaskóla, Hagaskóla, Melabúðina og aðra fjölfarna staði.

Points

Vesturbærinn hentar mjög vel til hjólreiða. Það er mikið af þjónustu innan seilingar og ekki þarf að fara yfir miklar umferðagötur. Með því að bæta aðgengi hjólandi vegfarenda má minnka bílaumferð og gera börnum og unglingum auðveldara fyrir að fara sjálf á milli. Þessi framkvæmd mun auka öryggi og stórbæta aðgengi hjólandi vegfarenda í Vesturbænum með tiltölulega litlum tilkostnaði

Þó að vesturbær sem hentugur fyrir hjólreiðar þá verður samt að vera möguleiki að eiga bíl í vesturbæ. Ef reiðhjólastígur yrði lagður á Neshaga þá þyrfti að byggja bílastæðahús eða eitthvað annað svo að íbúar kæmust heim til sín.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information