Burt með hljóð- og loftmengun endilanga Háaleitisbrautina :)

Burt með hljóð- og loftmengun endilanga Háaleitisbrautina :)

Bregðumst við mikilli hljóðmengun og loftmengun með vistvænlegum hætti. Gróðursetjum alla Háaleitisbrautina á milli akreina til að draga úr hljóð- og loftmengun, og til að fegra ásýnd götunnar. Þá er hægt að njóta fallegra trjáa og jafnvel gróðurs í kringum trén á sumrin og svo er hægt að skreyta trén fallegum jólaljósum yfir hátíðarnar. Borðliggjandi.

Points

Í þessu hverfi, Háaleiti og Bústaðir er hljóðmengun og hávaðamengun mikil. Dögum fjölgar stöðugt þar sem börnum hverfisins er haldið innandyra í leikskólum vegna loftmengunar yfir heilsumörkum. Því er þetta brýnt mál og gróðursetning trjá er ódýr og vistvæn leið til að sporna við þessari mengun.

það er nauðsynlegt að minnka þessa gegnumstreymis umferð á Háaleitisbrautinni sem er örugglega nálægt 15.000 bíla á sólarhring á milli Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Mengunin orðin ærin bæði loft og hljóð og þetta er ekki að virka sem íbúðargata heldur sem stofnbraut eða safngata. Umferðagnýrinn heyrist frá Miklubrautinni og svo Kringlumýrarbrautinni og því nauðsynlegt að minnka þessa umferð sem er í sumum tilfellum innan við 50 metra frá íbúðarhúsum norðan megin við Háaleitisbrautina.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information