Leiksvæðið á Klambratúni er mikið notað en umgengni þar er slæm og nauðsynlegt að Borgin þrífi svæðið reglulega svo ekki skapist heilsufarsvandi. Það er ekki börnum boðlegt lengur. Auk þess eru leiktækin orðin lúin. Umgengnin á grillsvæðinu er skelfileg og oft notað undir partíhald sem fer illa með börnum að leik og óhreinindi með ólíkindum. Það verður að laga þetta svæði og hafa eftirlit með hreinlæti þar.
Svona sóðaskapur er ekki boðlegur á leiksvæðum barna
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation