vindveifur eða hanar um borgina til að forðast mengun gatna
ég vel leiðir eftir vindátt og mengun, á hjóli. fer td sunnanmegin við miklubraut í suðlægum áttum til að vera ekki í gasi og sóti og svifryki. maður ætti að skoða spá áður , það gleymist , í meiri vindi er betra að skynja áttina , samt getur umhverfi sveigt vindinn svæðisbundið og blekkt mann, hægari vindur er stundum of hægur til að skynja , maður leitar að flöggum við bensínstöðvar og búðir og fyrirtæki en þau sýna stundum ekki rétta átt vegna umhverfis eða bygginga , oft sjást engin flögg.
Þetta er eiginlega kjarni málsins. Ökumenn eru annars ekkert minna útsettir fyrir þessa mengun (hvaðan kemur loftið inn í bílana?), svo ekki sé minnst á íbúa við ákveðna vegakafla eins og Miklabraut við Hlíðar og Hringbraut í Vesturbæ. Mengun bílaumferðar er bara ein af mörgum mikilvægum ástæðum til að draga úr þessari umferð.
Fremur en að láta fólk flýja betur mengunina er aðeins ein lausn til í raun, að minnka mengunina.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation