Fjölga ferðum strætisvagna

Fjölga ferðum strætisvagna

Fjölga ferðum strætisvagna

Points

Ef barn missir af strætisvagni að kvöldi til þarf það að bíða í klukkutíma eftir næsta vagni íkulda og trekki eða hann er hættur að ganga því hann hættir svo snemma að ganga. Einnig byrjar hann seint að ganga um helgar þannig að börn sem þurfa að nota strætó til að komast á íþróttaæfingar þurfa að ganga langar leiðir eða foreldrarnir verða önnum kafnir við skutl til og frá og líf þeirra snýst um ferðir barnanna.

Það þarf að taka þetta strætókerfi rækilega í gegn, sérstaklega á kvöldin og um helgar. Á þeim finnst mér að allar leiðir ættu að aka á hálftíma fresti á þeim tímum, plús það að strætó þarf að byrja að ganga fyrr á laugardögum. Það væri fínt fyrir hann að byrja klukkan 7:30 þá eða aðeins fyrr og kl. 10:00 á sunnudögum. En sem betur fer ætlar Strætó bs. að fjölga ferðum og gera aðrar breytingar, sem sjá má á eftirfarandi vefslóð:

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information