Fótboltahús við ÍR heimilið

Fótboltahús við ÍR heimilið

Bygging íþróttahúss, þar sem hægt er að æfa og leika knattspyrnu allan ársins hring. Við eigum mikið af efnilegum börnum í fótbolta og það eru greinileg tengsl á milli aðstöðu og árangurs. Það sýnir sig skýrt hjá sveitafélögunum í kringum okkur. Það er mikil synd að missa aftur og aftur góða leikmenn til annarra félaga aðeins vegna aðstöðunnar. Í Austurbergi og íþróttahúsi Seljaskóla er góð aðstaða fyrir innanhússíþróttir og nú finnst mér tími til kominn að bæta aðstöðuna fyrir fótboltann !

Points

Veðrið spilar stórt hlutverk í íþróttum sem eru stundaðar utandyra og það er ergjandi þegar æfingum er aflýst hvað eftir annað vegna þess. Egilshöllin er þétt setin og tími til kominn að fá annað fótboltahús í Reykjavík. Lóðin hjá ÍR heimilinu er tilvalin til þess og auðvitað á að skipuleggja hlutina þannig að fleiri félög í Reykjavík hafi aðgang að húsinu eins og í Egilshöll. ÍR er elsta Íþróttafélagið á Íslandi og tími til kominn að gera eitthvað fyrir svæðið þar í kring.

Ömurlegt að sjá hvernig borgin lætur Seljahverfið og raunar Breiðholtið allt sitja eftir m.v. önnur hverfi. Byggja á útilaug við Sundhöllina en Breiðhyltingar, 20 þ. manns mega una við skólalaug frá 1971. Fráleitt ...Tími borgarfulltrúa með búsetu í 101 RVK er liðinn ef Seljahverfið og breiðholtið fær ekki sinn aðstöðu til jafns við önnur hverfi í Rvk.

bornin i breidholti eiga dad skilid sem foreldrar ad geta skokkad a aefingu beint inni hus,Ir a dad skilid,koma svo:)

Strákurinn minn sem hefur æft fótbolta í nokkur ár er að gefast upp á því að þurfa að æfa við þessar aðstæður og það er alltaf erfiðara og erfiðara að koma honum á æfingar eftir að allar æfingarnar fóru að vera úti. :(

Þetta hús myndi nýtast vel báðum félögunum í Breiðholti og aðrir gætu fengið þá tíma sem þau nota ekki til afnota eins og í Egilshöll. Þetta væri svo sannarlega bylting fyrir hverfið og krakkar sem æfa með félögunum myndu frekar velja að vera áfram heldur en að skipta um félag. Það er þá ljóst að aðstaðan væri ekki ástæðan.

Börn í dag eru í hættu vegna hreyfingaleysis það er allt of margt sem glepur hugann. Einnig er hreyfing besta meðalið við andlegum sjúkdómum sem oft hrjá börn. Með auknu svæði þar sem börn geta notið góðrar hreyfingar í félagsskap annarra barna byggjum við upp heilbrigðara þjóðfélag fyrir komandi kynslóðir.

Ég vil betri aðstöðu fyrir ÍR og að félagið fái fótboltahús. Ég er ekki hrifinn af uppbyggingu á ÍR svæðinu sem á að þjóna stórum hluta borgarinnar. Ég vil uppbyggingu á ÍR svæðinu sem heldur utan um félagið og að ÍR svæðið verði ÍR svæði en ekki bákn eins og Egilshöll. Fótboltahús í anda Hamars í Hveragerði væri frábært. Það eina við það er að það er kannski ekki mikið fyrir augað.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information