Stórefla þarf ferðaþjónustu í þágu hreyfihamlaðra.
Og að þeir sem geta notað þjónustu leigubíla ( þurfa ekki sérútbúinn bíl), megi það.
Hreyfihamlað fólk sem þarf að nota Ferðaþjónustu Fatlaðra hefur ekki sömu möguleika og aðrir á ferðafrelsi. Ákveða þarf með dags fyrirvara hvort og hvenær skuli bregða sér af bæ. Þetta dregur verulega úr frelsi einstaklinganna til athafna. Til að mynda getur einstaklingur ekki stokkið með vinum sínum í bíó - kaffihús eða tekið þátt í öðrum félagslegum athöfnum nema hafa ákveðið það með góðum fyrirvara.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation