Ruslatunnur!

Ruslatunnur!

Setja upp ruslatunnur á fjölförnum stöðum í hverfinu, t.d. við gangbrautir á göngustígum með reglulegu millibili, við alla bekki o.s.frv.

Points

Við þurfum ekki annað en að horfa í kringum okkur til að sjá að það er allt flæðandi í rusli í hverfinu okkar. Það sem við sjáum ekki hins vegar eru ruslatunnur. Hvernig væri að fjölga þeim?

Það er ekki nóg að fjölga ruslatunnum. Það þarf líka að tæma þær. Nauðsynlegt er að koma öllum ruslatunnum sem settar eru inn í tæmingaráætlun. Því miður þá voru t.d. ruslatunnur í Grundargerðisgarði illa hirtar s.l.sumar og margoft flæddi ruslið út um allt.

Sammála, vantar að tæma tunnur oftar sem og að skoða nýtt form þar sem ekki væri hægt að slá botninn úr þeim. Það virðist mikið sport hjá einhverjum hópi í Fossvogsdalnum. Þá dreifast hundaskítspokar ásamt fleira rusli út um allan dal.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information